/   mojioglasi.cf   / Icelandic  

2019-10-16 18:01:11

Barn lést þegar jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir eyj­una Mind­anao á Fil­ipps­eyj­um í dag. Hús hrundu í skjálftanum, það kviknaði í verslunarmiðstöðvum og rafmagn fór af á stóru svæði.

Fólk flúði heimili og aðrar byggingar á eyjunni, þeirra á meðal verslunarmiðstöð í borginni General Santos sem stóð í ljósum logum skömmu eftir að skjálftinn reið yfir.

Upptök skjálftans voru á aðeins 14 kílómeta dýpi, um 7,7 kílómetra frá borginni Columbio.

Barn lést þegar hús hrundi í bænum Datu Paglas og fjórir aðrir slösuðust þegar hús hrundi í nærliggjandi bæ. Þá leituðu um 20 manns læknis í bænum Magsaysay, í grennd við upptök skjálftans.

Samkvæmt frétt AFP voru ekki aðrar fréttir af mannfalli á eyjunni. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Jarðvís­inda­stofn­un Banda­ríkj­anna átti skjálft­inn upp­tök sín á aðeins 14 kíló­meta dýpi, um 7,7 kíló­metra frá borg­inni Col­umb­io. 

„Þetta er öflugasti jarðskjálfti sem ég hef upplifað,“ sagði Sara Duterte, borgarstjóri í Davao sem er stærsta borg á eyjunni, og dóttir Rodrigo Duterte forseta Fillipseyja.


mbl.is
barn filippseyjum https egar eyjunni upptk jarskjlfti voru skjlftinn skjlftans klmetraUser comments