/   mojioglasi.cf   / Icelandic  

2019-10-16 18:01:11

Leikkonan Zoe Kravitz mun fylgja í fótspor Halle Berry og Anne Hathaway í nýjustu kvikmyndinni um Batman, en hún mun fara með hlutverk Catwoman í myndinni. 

„Ég elska að Aquaman og Catwoman munu eyða fríunum sínum saman héðan í frá,“ skrifaði hin þrítuga leikkona á Instagram. En eiginmaður mömmu hennar, Lisu Bonet, hann Jason Momoa er best þekktur fyrir að fara með hlutverk ofurhetjunnar Aquaman. 

Kravitz hefur áður ljáð Catwoman rödd sína, í teiknimyndinni The Lego Batman Movie árið 2017. Nýju Batman myndinni er leikstýrt af Matt Reeves og með hlutverk Batman fer leikarinn Robert Pattinsson. Hún verður frumsýnd í júní 2021. 

Catwoman kom fyrst fram í Batman-teiknimyndheiminum árið 1940 og hafa sjö konur til þessa farið með hlutverk hennar á hvíta tjaldinu, Kravitz verður sú áttunda til að fara með hlutverk hennar og eru það stórir skór sem leikkonan unga þarf að fylla. 

Sem fyrr segir hafa Berry og Hathaway farið með hlutverk illkvendisins, en einnig Michelle Pfeiffer, Ertha Kitt, Lee Meriwether og Julie Newmar.


mbl.is
catwoman hlutverk kravitz batman https fara hathaway verur myndinni leikkonan hennar


User comments