/   mojioglasi.cf   / Icelandic  

2019-10-16 18:16:20

Pierce Brosnan og eiginkona hans Keely Shaye Brosnan njóta þess greinilega að vera hér á landi og hafa sýnt vel frá á Instagram.Breski leikarinn hefur verið hér á landi síðustu daga þar sem hann fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix.Tökur fara fram á Húsavík en Brosnan kvaddi bæinn í vikunni. Nú virðast þau hjónin vera að ferðast um landið eins og sjá  má hér  að neðan.Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo.Hér má sjá þau hjónin á Þingvöllum.

Brosnan sáttur í Bláa Lóninu. 

Hjónin fóru gullna hringinn.

Hér fljúga þau yfir Flateyjardal og Fjörður, eyðibyggðirnar milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. 

Flugið frá Húsavík. 

Auðvitað var komið við hjá Geysi.

Sólarupprás við Bláa Lónið. 


visir.is
brosnan visir https hjnin birta myndir landi fjolmargar vera hjonin islandsforinni keely


User comments